Við erum heimafólk

UM OKKUR

GESTGJAFARNIR

Gistiheimilið Rjúpa er í eigu hjónanna Kristjáns Ingvars Jóhannessonar og Agnesar Þórunnar Guðbergsdóttur. Kristján Ingvar (f.1952) er bóndi og bókari og Agnes Þórunn (f. 1960) er kennari. Þau búa að Hróarsstöðum þar sem þau planta trjám, halda nokkrar kindur og reka gistiheimili í gamla bænum sem hefur nú verið gerður upp.

Okkur er umhugað um náttúruna

Umhverfisstefna

  • Við nýtum sem mest íslenskt og heimafengið hráefni í matseld.
  • Við innkaup á vöru og þjónustu veljum við umhverfisvæna og/eða endurunna vöru þar sem því verður við komið og höldum magni í lágmarki.
  • Við reynum eftir mesta megni að hámarka endurvinnslu og endurnýtingu og lágmarka notkun spilliefna og hráefnanotkun.
  • Við gætum þess að sorpílát rými alla helstu flokka sorps sem til fellur og að skýrar leiðbeiningar um flokkun hangi uppi.
  • Við fylgjumst með orkunotkun, leitum leiða til að draga úr henni og nýtum hana á sem hagkvæmastan hátt.
Sveitabærinn 

Hróarsstaðir

Gistihúsið

Hús með sögu

Gamli bærinn á Hróarsstöðum var byggður árið 1948. Þá bjuggu á Hróarstöðum hjónin Sigurður Davíðsson og Kristín Benediktdóttir, ásamt Guðrúnu dóttur sinni (móður Kristjáns núverandi bónda) og Davíð syni sínum. Síðar voru byggð fjós og hlaða norðan við bæinn og fjárhús og vélageymsla sunnan við bæinn. Þau stunduðu hefðbundinn búskap en hættu með kýrnar árið 1970 og í stað þeirra var kindunum fjölgað.

Er gömlu hjónin féllu frá (árið 1971 og 1972) og síðar bróðir (árið 1986) hélt Guðrún áfram búskap ásamt syni sínum. Kristján tók saman við Agnesi árið 1985 og bjuggju þau ásamt Guðrúnu fyrstu búskaparár sín í gamla bænum. Árið 1991 þegar börnin voru orðin þrjú fluttu þau í eigið íbúðarhús sem var byggt aðeins neðar en gamli bærinn. Guðrún bjó áfram í gamla bænum en síðustu ár hennar dvaldi hún að á dvalarheimili. Guðrún dó í október árið 2014.

Þá tók við mikil vinna við að laga og breyta gamla bænum. Nokkrir veggir voru brotnir og hiti settur í gólf. Þá var geymsla og mjólkurbúr sameinað og breytt í eldhús. Gamla eldhúsinu og búrinu var breytt í herbergi og þvottahús. Þá var einnig unnið að úrbótum utanhúss, hellulögð gangstétt og gert bílastæði. Gamli bærinn er nú orðinn að gistiheimili sem rúmar allt að ellefu manns.

Gamli bærinn árið 1962

Gistiheimilið Rjúpa árið 2017

KOMDU NORÐUR

OPIÐ FYRIR BÓKANIR!

BÓKAÐU BEINT FYRIR BESTA VERÐIÐ!