Njóttu norðursins

STAÐSETNING

Velkomin á Gistiheimilið Rjúpa

Gistiheimilið Rjúpa stendur við bæinn Hróarsstaði í Fnjóskadal, Suður-Þingeyjarsýslu.
Gistiheimilið er staðsett á lítilli hæð í vestanverðum dalnum gegnt stærsta birkiskóg landsins, Vaglaskóg.

Rjúpa (Lagopus muta) er einkennisfugl Gistiheimilisins Rjúpa. Rjúpan er eini hæsnfuglinn á Íslandi sem lifir villtur í náttúrunni. Rjúpan verpir í skjóli fjalldrapa og birkiskógar í kringum gististaðinn Rjúpa Guesthouse. Karlfuglinn ”karrinn” hvítur á lit er áberandi seinnipart vetrar og á vorin, og er þá auðveld bráð fálkans. Nánari upplýsingar http://www.birdingtrail.is

Rjúpa í vetrarbúningi

HVERNIG KEMST ÉG Á ÁFANGASTAÐ

Frá Akureyri

 

  • Farið frá Akureyri í austurátt um þjóðveg 1 og akið í gegnum Vaðlaheiðargöng.
  • Þegar komið er í gegnum göngin er beygt til hægri, suður Illugastaðaafleggjara (vegnúmer 833).
  • Akið ríflega 2 km þar til komið að heimreið á hægri hönd merkt: Hróarsstaðir, Rjúpa Guesthouse.
Frá Húsavík / Mývatni

 

  • Akið framhjá Ljósavatni
  • Þegar komið er yfir brúna við Fnjóská er beygt til vinstri í suður, Illugastaðaafleggjara, eftir vegi númer 833
  • Akið eftir vegi 833 í um 2 km þar til komið er að heimreiðinni til hægri handar að Rjúpa Guesthouse, Hróarsstöðum

GPS HNIT

N 65° 42.603 og 17° 54.089

Náttúruperlur og áfangastaðir

Í innan við klukkustundar keyrslu frá gistiheimilinu

Gistiheimilið Rjúpa er við bæinn Hróarsstaði í Fnjóskadal, Suður -Þingeyjarsýslu. Einnig er tjaldsvæðið Systragil í landi Hróarsstaða. Gistiheimilið er staðsett í hlýlegu og fallegu umhverfi, með trjágróðri og skemmtilegum gönguleiðum. Í Í næsta nágrenni (3 km) er 9 holu golfvöllur, Lundsvöllur, sundlaugar á Illugastöðum (10 km) og í Stórutjarnaskóla (13 km).

Gistiheimilið Rjúpa er miðsvæðis á Norðurlandi. Stutt er í Goðafoss ( 25 km), Laufás (20 km) Akureyri (16 km) Húsavík (65 km) og Mývatnssveit þar sem Námaskarð, Dimmuborgir og Jarðböðin eru (60 – 75 km). Til að skoða þessa staði nánar er mælt með að fara inn á http://www.nordurland.is og http://diamondcircle.is

Goðafoss

KOMDU NORÐUR

OPIÐ FYRIR BÓKANIR!

BÓKAÐU BEINT FYRIR BESTA VERÐIÐ!