hugguleg
Herbergi
Aðstaða
Á gistiheimilinu eru fimm herbergi, 1 eins manns herbergi (7 m²), 3 tveggja manna (9 – 11 m²) og 1 fjögurra manna (17 m²) sem bæði er hægt að nota fyrir 4 fullorðna eða sem fjölskylduherbergi. Þar eru tvö rúm og einn svefnsófi. Hægt er að fá barnarúm (fyrir 2 ára og yngri) lánað hjá okkur án greiðslu á herbergi númer 1, 2 ,3 og 4 en það þarf að panta fyrirfram.
Herbergin eru með handlaug, stól, fataskáp, náttborði og uppábúnum rúmum.

Einstaklingsherbergi
Lítið og notalegt með upprunalegu veggfóðri og útsýni út í Vaðlaheiði. Einstaklingsherbergið okkar er án vafa huggulegasta herbergið okkar.
Verð pr. nótt frá:
9.000,- kr.
Tveggja manna herbergi
Á gistiheimilinu eru þrjú tveggja manna herbergi, hægt er að óska eftir hjónarúmi eða tveimur aðskildum rúmum.
Verð pr. nótt frá:
12.000,- kr.


Fjögurra manna herbergi
Fjögurra manna herbergið okkar passar fyrir fjölskyldu eða lítinn hóp. Í herberginu er tveggja manna rúm og svefnsófi.
Verð pr. nótt frá:
18.000,- kr.





Upplýsingar
Aðstaða
Morgunverður
Eldhús
Fullbúið eldhús með sjónvarpi til afnota fyrir gesti.
Þvottavél og þurrkari
Koma og brottför
Innritun er á milli 17:00 – 21:00
Útskráning er fyrir klukkan 12:00
Frí internettenging
Gestir hafa aðgang að gjaldfrjálsri internettengingu á gistiheimilinu.
Utandyra
Garðhúsgögn og þvottasnúrur eru fyrir utan gisthiheimilið.
Hleðslustöð fyrir rafbíla
Rúmgóð gjaldfrjáls bílastæði með möguleika á hleðslu fyrir rafbíl.
Baðherbergi
Á gistiheimilinu er fullbúið baðherbergi með sturtu. Að auki er annað minna salerni með handlaug.
KOMDU NORÐUR
OPIÐ FYRIR BÓKANIR!
BÓKAÐU BEINT FYRIR BESTA VERÐIÐ!