Rjúpa Guesthouse

Við leggjum okkur fram um að bjóða upp
á huggulega aðstöðu fyrir gesti okkar.

Rjúpa Guesthouse

Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á heimilislega aðstöðu fyrir gesti okkar.

Rjúpa Guesthouse

Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á heimilislega aðstöðu fyrir gesti okkar.

Rjúpa Gistiheimili

Hróarsstaðir

Fnjóskadalur

+(354) 860 2213

rjupa@simnet.is

VERIÐ VELKOMIN TIL VINALEGA GISTIHEIMILISINS OKKAR

Gistiheimilið Rjúpa stendur við bæinn Hróarsstaði í Fnjóskadal, Suður-Þingeyjarsýslu.
Gistiheimilið er staðsett á lítilli hæð í vestanverðum dalnum gegnt stærsta birkiskóg landsins, Vaglaskóg.
Afþreying við allra hæfi, merktar gönguleiðir, golfvöllur, stangveiði, húsdýragarður og sundlaug.

Gistiheimilið

Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á heimilislega aðstöðu fyrir gesti okkar. Gistiheimilið rúmar allt að ellefu manns í einstaklings-, tveggja manna og fjögurra manna herbergjum. Öll herbergi eru uppábúin með handklæðum.

Fullbúið eldhús

Frí internettenging

R

Hleðslustöð fyrir rafbíla

Frábærir Áfangastaðir Í NÆSTA NÁGRENNI

Það er tilvalið að staldra við, njóta náttúrunnar og þeirra frábæru áfangastaða sem eru í nánd við gistiheimilið. Stutt er inn á Húsavík og til Mývatnssveitar, sem bæði státa af náttúruböðum. Á Akureyri má finna úrval veitingastaða og margskonar afþreyingu.

STAÐSETNING

GPS HNIT

N 65° 42.603 & 17° 54.089

HVERNIG KEMST ÉG Á ÁFANGASTAÐ

Frá Akureyri

 

  • Farið frá Akureyri í austurátt um þjóðveg 1 og akið í gegnum Vaðlaheiðargöng.
  • Þegar komið er í gegnum göngin er beygt til hægri, suður Illugastaðaafleggjara (vegnúmer 833).
  • Akið ríflega 2 km þar til komið að heimreið á hægri hönd merkt: Hróarsstaðir, Rjúpa Guesthouse.

Frá Húsavík / Mývatni

 

  • Akið framhjá Ljósavatni
  • Þegar komið er yfir brúna við Fnjóská er beygt til vinstri í suður, Illugastaðaafleggjara, eftir vegi númer 833
  • Akið eftir vegi 833 í um 2 km þar til komið er að heimreiðinni til hægri handar að Rjúpa Guesthouse, Hróarsstöðum

Í NÁND VIÐ NÁTTÚRUNA

kannaðu norðrið

Í nálægð við náttúruna og fjölbreytta afþreyingu.

HERBERGI

Á gistiheimilinu er fullbúið eldhús með borðkrók og sjónvarpi, baðherbergi með sturtu, salerni og aðgengi að þvottavél og þurrkara

EINSTAKLINGSHERBERGI

Huggulegasta herbergið okkar

TVEGGJA MANNA HERBERGI

Hjónaherbergi eða tvö einstaklingsrúm

FJÖGURRA MANNA HERBERGI

Fyrir hóp eða fjölskyldu

KOMDU NORÐUR

OPIÐ FYRIR BÓKANIR!

BÓKAÐU BEINT FYRIR BESTA VERÐIÐ!